Hekluferð á sunnudag

Undanfarar- og rennur héldu til fjalla eldsnemma á sunnudagsmorgun í von um að ná á tind Heklu í spáðu blíðskaparveðri. Færið á Dómadalsleið var sæmilegt, laus snjór sem þjappaðist illa, en bláu bílarnir tveir komust klakklaust að Skjólkvíahrauni rétt fyrir morgunkaffi. Örkuðum við af stað á þelamerkurskíðunum í átt að eldfjallinu, en brátt varð okkur ljóst að tindinum myndum við seint ná, þar sem skýjaslæða huldi efri hluta fjallsins allan daginn. Þremenningarnir skíðuðu nokkrar vel valdar brekkur og nutu fríska fjallaloftsins út í ystu æsar.

ferðanefndin

—————-
Höfundur: Hrafnhildur Hannesdóttir