Tækjó á Grímsfjall

Dagana 18-20. jan fóru félagar úr tækjahóp á jökul. Við fórum úr bænum á föstudagskvöld og hittum ferðafélaga okkar úr FBSR á lögbundum kvöldverðar stað okkar á Selfossi, KFC. Restin af föstudagskvöldinu fór síðan í að keyra uppí Jökulheima, sú ferð gekk hratt og örugglega þrátt fyrir smávægilegar lóló æfingar.

Við fórum frekar seint á fætur á laugardagsmorgni, Gerog hefði fyrir löngu verið farinn að syngja okkur úr rúminu ef hann hefði verið með. Þegar við vorum búnir að tæma olíutunnuna okkar í Jökulheimum ókum við á jökul. Það er skemmst frá því að segja að færið var mjög þungt á jöklinum og komumst við ekki á Grímsfjall fyrr en eftir 12 tíma akstur. Þessi leið sem við fórum er um 42 km, svo meðalhraðinn var ekki mikill.
Þegar á fjallið var komið var lítið annað að gera en að malla kvöldmat og fara að sofa.

Á sunnudagsmorgni tóku við nokkrar æfingar við að koma Flubba bílunum í gang, en snorkelin á þeim báðum voru full af snjó. Ferðin niður gekk aðeins betur, en við vorum ekki nema um 10-11 tíma niður í Jökulheima, þar af líklega um 9 tíma að lækka okkur af fjallinu niður í 1400 metra, en þar lagaðist færir.
Borgarinn í Hrauneyjum var sveittur að venju. Við komum á M6 um 2 leitið aðfaranótt mánudags.

Tæki og menn stóðu sig vel, og það er ljóst að Reykur 2 er nokkuð vel heppnaður bíll.

Myndir úr ferðinni er að finna á myndasíðu Baldurs, linkur hér að neðan

—————-
Vefslóð: myndarlegi.skatinn.net
Höfundur: Baldur Gunnarsson