Margt að gerast um helgina.

Það er ekki lognmollan yfir starfi HSSR þessa dagana.

Á laugardag fóru undanrennur og farar á gönguskíðum yfir Leggjabrjót eins og komið hefur fram.
Á laugardagsmorgun var farin vinnuferð í Múlasel, skála OR á Hengilssvæðinu en þar hafði brotnað rúða. Stoppað var upp í gatið og tekið glermál, annar viðgerðatúr bíður svo betri tíma.
Rúmlega 20 nýliðar 1 og 2 sátu námskeið í Fyrstu hjálp 2 á M6 yfir helgina og reyndar gisti stór hluti þeirra á staðnum.
Einn bíl með 3 mönnum var í viðbragðsstöðu og óveðursaðstoð á aðfaranótt sunnudags.
Að lokum skeytti “kári” skapi sínu á höfuðstöðvum HSSR. Efstu tveir metrarnir af fjarskiptaloftneti hússins brotnaði afog braut sér leið inn á skrifstofuna.

SS. Allt að gerast.

—————-
Texti m. mynd: Skeggi út eða inn um gluggann.
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson