Klettaklifurnámskeið Nýliða

Undanfarar HSSR halda klettaklifurnámskeið fyrir Nýliða eftirtalin kvöld:

Þriðjudaginn 27. maí kl. 18:00.
Líklegur áningarstaður er Valshamar í Eilífsdal.
Farið verður yfir klifurtækni, klifurferli, notkun klifurlínu og beiting hennar við sportklifur, bæði við leiðslu og við að tryggja félagann. Allir þátttakendur prófa klifur í ofanvaði (toprope) og áhugasamir fá að prófa að leiða.

Fimmtudagur 29. maí kl. 18.
Líklegur áningastaður er Stardalur eða Þingvellir.
Farið verður ítarlega í notkun og ísetningu náttúrulegra bergtrygginga, notkun tryggingatóla og línuvinnu. Ef tími og aðstæður leyfa verður farið í aðferðir og beitingu við sprunguklifur.

Skyldubúnaður fyrir bæði kvöldin er: klifurbelti, karabína og tryggingatól.
Valkvæður búnaður er: klifurskór, kalk (og kalkpoki), tvistar og klifurlína.

Mætið stundvíslega…

NB! Bæði kvöldin eru skylda fyrir Nýliða 2.

—————-
Texti m. mynd: Ljósmynd: www.8a.nu
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson