Stjórn HSSR hefur samþykkt að vélhjólahópur taki til starfa innan sveitarinnar undir Tækjahóp. Hópnum verður skipt upp í tvö meginsvið sem eru fjórhjól og tvíhjól. Þór Daníels og Hilmar Már hafa tekið að sér að halda utan um starfið. Þegar hefur verið haldinn einn almennur fundur og hjólað eina kvöldstund.
Stjórn HSSR hefur samþykkt að kaupa tvö fjórhjól og standa nú yfir samningar um kaup á Polaris eða CanAm hjólum.
Kynningarfundur verður haldinn að M6 þriðjudagskvöldið 27 maí kl 20:00 Allir þeir sem hafa áhuga á að starfa með eigin hjól eða með hjól í eigu HSSR eru hvattir til að mæta á þennan fund. Þeir sem hafa áhuga á að hafa umsjón með fjórhjólum í eigu HSSR er sérstaklega bent á að hafa samband við Þór Daníelsson á fundinum eða senda honum email. Vinsamlegast gefið upp reynslu með vélknúin ökutæki auk sérhæfingar innan sveitarinnar.
Sjáum vonandi sem flesta.
Þór Daníelsson GSM 8931300 thor@armur.is
Hilmar Már GSM 6917746 hilmarmar@internet.is
—————-
Texti m. mynd: Úr hjólaferð Hilmar og Eiríks um miðjan maí.
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson