Þverun Markarfljóts

Hreystimenni tóku á því á fantagóðu straumvatnanámskeiði í Markarfljóti þar sem náttúrubarnið Árni Alfreðsson fræddi liðið um afl og undur heimalækjarins.

Í upphafi dags var mikið kapp lagt á að standa strauminn en þegar líða tók á daginn var meginþemað að fleyta kerlingar niður fljótið. Einkennisbúningurinn var reyndur í þaula og er skemmst frá því að segja að hann náði ekki alveg að halda mönnum þurrum í þetta skiptið, en traustur samt.

Myndbandsupptökur af herlegheitunum eru væntanlegar, en stillimyndir eru komnar á netið:

—————-
Vefslóð: flickr.com/photos/23287827@N05/sets/72157605257098507
Höfundur: Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir