Fyrsta íslenska fjallamyndin

Sýnd í Háskólabíó þriðjudaginn 27.maí.
Þetta er heimildamynd um leiðangur Viðars Helgasonar og Ingvars Þórissonar á Ama Dablam 6.856 m háan tind í Himalaja. Fylgdarmaður þeirra var hinn kunni fjallamaður Simon Yates sem menn þekkja úr Touching The Void. Leiðangurinn var farinn þrátt fyrir alvarlegt slys á fjallinu 2006 þegar búðir 3 þurrkuðust út í snjóflóði og 6 manns fórust. Litlu munaði að annar leiðangur hlyti sömu örlög í fyrra.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson