Aukin ökuréttindi kennd á Malarhöfðanum.

Nú á miðvikudaginn hefst bókleg kennsla aukinna ökuréttinda björgunarsveitafólks af höfuðborgarsvæðinu. Um 25 manns munu sækja námskeiðið sem kennt verður í stóra salnum á Malarhöfða 6. Kennslu líkur um 20. febrúar og salurinn verður því upptekinn þessa viku og tvær næstu.

Þeir sem þurfa að halda stóra fundi á þessu tímabili eru beðnir að hugsa sín mál í tíma og nota td. tækjageymsluna. Aðrir fundarstaðir á M6 eru háloftið, setustofan, eldhúsið og stjórnarherbergið.

Vinsamlega gangið hljóðlega um húsið á meðan ökuréttindanámskeiðið fer fram.

—————-
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson