Stöðufundur nýliða I og fjallamennska II

Þriðjudaginn 3. febrúar kl 19:00 höldum við hinn mánaðarlega stöðufund nýliða I, þar sem farið verður yfir starfið síðast mánuðinn og dagskránna framundan. Einnig verður innri vefur hjálparsveitarinnar kynntur.

Undanfararnir taka síðan við í kjölfarið og kynna fyrirkomulagið á fjallamennsku II námskeiðinu sem haldið verður helgina 6-8 febrúar. Nú þegar eru 31 búnir að skrá sig á námskeiðið og þeir sem ekki hafa skráð sig en ætla með eru beðnir að senda póst á nylidar.hssr@gmail.com hið fyrsta.

Kveðja, Svava

—————-
Texti m. mynd: Frá fyrstu hjálpar námskeiðinu í janúar
Höfundur: Svava Ólafsdóttir