Stóra HSSR æfingin á Gufuskálum

20-22 febrúar verður haldin stór æfing á Gufuskálum fyrir félaga HSSR og eru allir velkomnir. Farið verður af stað frá M6 á föstudagskvöld og keyrt á Gufuskála og kemur fólk sér fyrir þar í þeirri frábæru gistiaðstöðu sem þar er. Einhvertíma snemma á laugardegi byrjar svo æfingin og mun hún taka á öllum þáttum í okkar starfi. Eftir æfinguna um kvöldið verður svo borðaður góður matur og spjallað um góðan dag. Á sunnudag er svo fráls dagur og fer það eftir veðri og vindum hvað hægt er að gera. Svo er bara að bruna heim og ganga frá eftir vel heppnaða helgi.

Skráning fer fram á korki.

Kveðja Kjartan Þór

—————-
Höfundur: Kjartan Þór Þorbjörnsson