Sunnudaginn 5. apríl kom hingað fólk frá Discovery Channel í Kanada til þess að fá að fylgjast með snjóflóðaæfingu fyrir þátt sem sýndur er á stöðinni. Fimm manns mættu upp á M6 til þess að leika björgunarfólk en þrír höfðu farið á undan til þess að undirbúa snjóflóðið.
Eftir rúmlega klukkustundartökur á M6, sem fólu í sér aðeins meiri leik en þátttakendur höfðu gert ráð fyrir, var haldið upp í Bláfjöll þar sem Hlynur hafði útbúið þetta líka stórglæsilega snjóflóð með aðstoð Jóns Gunnars snjóflóðasérfræðings. Þar var tekin æfing sem gekk ágætlega fyrir sig fyrir þrátt fyrir að leitarmenn þyrftu í hvert skipti sem öskrað var "STOP" að stöðva á punktinum, hvort sem verið var að ýlaleita, grafa eða bera manneskju niður flóðið í miklum halla!
Eftir að tökum lauk var tækifærið nýtt til þess að kenna nýliðum og lengra komnum á Bola við mikla lukku viðstaddra.
Þrátt fyrir að allir hefðu nú gaman að þessu ævintýri voru leikendur þó sammála um að ætla ekki að leggja fyrir sig kvikmyndaleik í framtíðinni…
Þátturinn verður svo sýndur í lok apríl eða byrjun maí.
—————-
Texti m. mynd: Reykur 2 með myndatökumann hangandi út um gluggann
Höfundur: Rún Knútsdóttir