Þakkir til björgunarfólks á Skessuhorni.

Þakka ykkur öllum af öllu hjarta fyrir ykkar frábæra starf við björgun okkar á Skessuhorn þann 28 mars s.l. er ein úr hópnum féll og slasaðist.

Aldrei hef ég kynnst eins miklum velvilja, hjálpsemi og umhyggju eins og okkur var sýnd. Því mun ég aldrei gleyma. Vonandi fer allt vel og hún nái sér að fullu og gangi aftur á fjöll.

Heill og hamingja verði yfir ykkur og ykkar starfi.

Bestu kveðjur, Soffia R Gestsd.

—————-
Höfundur: Örn Guðmundsson