Fram-Grindavík fótboltagæsla á flakki.

Leikur Fram og Grindavíkur hefur nú verið færður fram til 26. ágúst og við ætlum að gæta að honum. 12 manns og mæting kl. 19.00. Vegna þessarar breytingar þurfti einnig að færa til leik Fram og Stjörnunnar sem leika átti nk. mánudag. Hann verður í staðinn leikinn nk. laugardag og munu félagar okkar úr Garðabænum bjarga þeirri gæslu fyrir horn þar sem HSSR félagar eru uppteknir við ýmis önnur störf, gæslu í maraþoni, línubrú, flugeldasýningu osfrv.

Svona truflunum má búast við í haust og fram á vetur ef sk. svínaflensufaraldur færist í aukana. Við bara björgum því þá, eins og öllu öðru.

—————-
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson