Flutningur Tindfjallaskála.

Tindfjallaskáli er kominn heim eftir vetursetu í Reykjavík. Á föstudagskvöld mjakaðist hann, fastbundinn ofan á Reyk 6, upp brekkurnar ofan við Fljótsdal og yfir ógreiðan veg á sitt gamla skálastæði. Flutningur, frágangur á grunn, kamarsmíði og annað sem unnið var um helgina gekk í alla staði mjög vel. Skálinn er nú kominn heim, albúinn að fóstra fjallagarpa í 60 ár til viðbótar.

HSSR átt stóran átt í þessari endurgerð. Flutningurinn í bæinn og austur aftur fór fram á vörubílnum okkar Reyk 6. HSSR keypti fyrirfram töluvert af gistinóttum en sú leið var farin til fjármögnunar á verkinu, auk þess sem að fjölmargir félagar úr HSSR hafa lagt hönd á plóginn við endursmíðina síðasta árið.

Skálinn er og verður læstur. Forstofan er þó opin sem neyðarskýli. Gistipantanir fara fram í gegnum vef ÍSALP.

Allir í Tindfjöll í vetur-Til hamingju.

—————-
Texti m. mynd: Reykur 6 og skálinn í grunninum.
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson