Árshátíð HSSR 7. nóvember næstkomandi

Heilir og sælir félagar

Árshátíð HSSR verður haldin 7. nóvember næstkomandi. Skemmtilegt kvöld sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.

Gleðin hefst með fordrykk kl. 19, hlaðborð sem svignar undan kræsingum, skemmtiatriði að hætti sveitarinnar, happdrætti og dans fram eftir nóttu.

Félagar nú er að pússa spariskóna, skella makanum í betrifötin (auðvitað er þeim boðið líka) og eiga fjörugt kvöld saman.

Forskráning fer fram á korknum (verðum að gera okkur grein fyrir fjölda til að vita hversu mikið á að slátra og veiða). Gleðin fer fram að Stangarhyl 3A í sal Samhjálpar.

Miðaverð er kr. 3.500.- per mann

Fyrir hönd árshátíðarnefndar
Helga Björk og Rún

—————-
Höfundur: Helga Björk Pálsdóttir