Aðalfundur Hjálparsveitar skáta í Reykjavík verður haldinn miðvikudaginn 23. september 2020 í húsnæði sveitarinnar að Malarhöfða 6 á milli kl. 19 og 22.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
- Sveitarforingi setur fundinn og stýrir kosningu fundarstjóra.
- Fundarstjóri skipar fundarritara.
- Inntaka nýrra félaga.
- Skýrsla síðasta starfsárs.
- Samþykkt ársreiknings.
- Rekstrarsjóður.
- Skýrslur nefnda.
- Lagabreytingar.
- Kosningar:
- a. sveitarforingja
- b. gjaldkera
- c. meðstjórnenda
- d. trúnaðarmanns
- e. skoðunarmanna reikninga
- f. uppstillingarnefndar
- Önnur mál.
Reikningar sveitarinnar
Reikningar sveitarinnar munu liggja frammi til skoðunar á skrifstofu hennar frá klukkan 15:00 miðvikudaginn 16. september og fram að lokum aðalfundar.
Atkvæðisbærni
Minnt er á að atkvæðisbær félagi þarf að hafa starfað með sveitinni sem nemur að lágmarki 50 klukkustundum sem skráðar eru í D4H undanförnum tólf mánuðum. Hver félagi fyrir sig getur skoðað tímastöðu sína í D4H eða haft samband við starfsmann sveitarinnar í netfangið hssr@hssr.is og fengið upplýsingar hjá honum.