Aðalfundur Hjálparsveitar skáta í Reykjavík árið 2020

Aðalfundur Hjálparsveitar skáta í Reykjavík verður haldinn miðvikudaginn 23. september 2020 í húsnæði sveitarinnar að Malarhöfða 6 á milli kl. 19 og 22.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

  1. Sveitarforingi setur fundinn og stýrir kosningu fundarstjóra.
  2. Fundarstjóri skipar fundarritara.
  3. Inntaka nýrra félaga.
  4. Skýrsla síðasta starfsárs.
  5. Samþykkt ársreiknings.
  6. Rekstrarsjóður.
  7. Skýrslur nefnda.
  8. Lagabreytingar.
  9. Kosningar:
  • a. sveitarforingja
  • b. gjaldkera
  • c. meðstjórnenda
  • d. trúnaðarmanns
  • e. skoðunarmanna reikninga
  • f. uppstillingarnefndar
  1. Önnur mál.

Reikningar sveitarinnar
Reikningar sveitarinnar munu liggja frammi til skoðunar á skrifstofu hennar frá klukkan 15:00 miðvikudaginn 16. september og fram að lokum aðalfundar.

Atkvæðisbærni
Minnt er á að atkvæðisbær félagi þarf að hafa starfað með sveitinni sem nemur að lágmarki 50 klukkustundum sem skráðar eru í D4H undanförnum tólf mánuðum. Hver félagi fyrir sig getur skoðað tímastöðu sína í D4H eða haft samband við starfsmann sveitarinnar í netfangið hssr@hssr.is og fengið upplýsingar hjá honum.