Útkallshópar HSSR halda reglulegar æfingar fyrir félaga sveitarinnar.
Leitartæknihópur var t.d. með fjölbreytta póstaæfingu í Elliðaárdalnum miðvikudaginn 26. febrúar sl. Þar var markmiðið að fara yfir og skerpa á ýmsum grunnatriðum leitartækninnar.
Viðfangsefnin voru; hljóðaleit, fínleit, ýlaleit, vísbendingaleit o.fl.
Sjúkrahópur hélt svo æfingu fimmtudaginn 27. febrúar á M6 þar sem viðfangsefnið var;
Saga – skráning og Þríhyrningakerfið.
Skipt var í hópa og farið á þrjá pósta þar sem voru tveir sjúklingar og eitt verkefni.
Hóparnir áttu að leysa verkefnið til hliðsjónar við þríhyrningana og skrá sögu vandlega.
Æfingastjórnin fór yfir verklag, tilkynningu og skráningarblöð og gáfu hópunum stig fyrir.
Í lokin voru stigin uppljóstruð og farið yfir hvað betur mátti fara.
Fékk hópurinn með flest stig nýjasta nýja æðið í verðlaun eða Rísdraum, að sjálfsögðu 🙂
Hér fyrir neðan er mynd frá Landsæfingu haustið 2013 þar sem verið var að búa sjúkling undir flutning með þyrlu. Í þeirri æfingu var Saga-skráning og Þríhyrningakerfið notað.