112 dagurinn er haldinn um allt land 11. febrúar

Að þessu sinni verður sjónum beint að öryggi í vetrarferðum í víðu samhengi, s.s. í þéttbýli, á almennum vegum og utan alfaraleiða.
Lagt er mikil áhersla á að fólk hugi betur að öryggi í ferðalögum að vetri til, vandi betur undirbúning og geri ferðaáætlun, til dæmis á:  www.safetravel.is

Í tilefni 112 dagsins heldur Hjálparsveit skáta í Reykjavík opið hús að Malarhöfða 6 þriðjudaginn 11. febrúar kl. 20 – 22. 

Verið velkomin að kíkja við og fræðast um starf hjálparsveitarinnar. 140211-112-dagurinn-einfalt