Góð helgi að Fjallabaki

Félagar HSSR fjölmenntu að Fjallabaki um helgina.
Tækjahópur hélt samæfingu bíla og vélsleða –  tóku 19 manns þátt og gist var í Dalakofanum við gott yfirlæti.
Einnig tóku 12 skíðagöngumenn stefnuna frá Sigöldu í Landmannalaugar  snemma laugardagsmorguns. Gist var í skála FÍ í Landmannalaugum og gengin sama leið til baka á sunnudeginum.
Fjallabak skartaði sannarlega sínu fegursta um helgina, sól og logn allan tímann.

Hér fyrir neðan má sjá vaskan hóp gönguskíðamanna -og kvenna spóka sig í sólinni 🙂
Hssr á fjöllum