Aðeins ítarlegra um mótið á morgun.
Keppni byrjar kl. 20:00 þannig að mælst er til þess að liðin séu mætt kl. 19:45 eða svo.
Keppendur mæta með klifurbelti og skó (mega vera íþróttaskór) (og kalk ef menn kjósa það).
Farið verður í gufuna á eftir þannig að allir ættu að mæta með græjur í það.
Keppt verður með og án forgjafar og er Reiknistofnun Háskólans enn að finna út formúlu fyrir forgjöfina. Ljóst er að hár aldur, aukakíló og hugsanlega dvergvöxtur munu vega þungt til hækkunar stiga í forgjafarkeppninni.
Munið eftir búningunum en sérstök verðlaun verða veitt best klædda liðinu.
Klifurþrautirnar eru leyndarmál og því ekki hægt að gefa neitt upp um eðli þeirra en ljóst að þær verða ákaflega hressandi og reyna á styrk, þol og móral liðanna.
Tekið verður við frjálsum framlögum í mútusjóð meðan á keppninni stendur.
Glæsileg verðlaun í boði!
Ætla menn nokkuð að láta Undanfarana vinna þetta?
F.h. mótsnefndar:
Robbi og Siggi Tommi
—————-
Texti m. mynd: Humarsnáðinn í Tívolí (5.12b) á Hnappavöllum
Höfundur: Sigurður Tómas Þórisson