Alþjóðasveitarhópur á Haítí

Fólkið okkar á Haítí hefur það gott miðað við aðstæður. Nú hefur rústabjörgunarsvetium fjölgað og eru þær um 35. Þær eru allar staðsettar á fugvallarsvæðinu og hefur íslenska sveitin fengið það hlutverk að skipuleggja og stjórna uppsetningu búða á svæðinu. Einnig hefur stjórnun á rústabjörgunarhópum verið sett upp á svæði íslensku sveitarinnar í öðru stóra tjaldinu. HSSR félagar hafa því mikið að gera. Fjarskiptasamband er að skána og smá saman er að komast meira skipulag á hlutina. Sameinuðu þjóðirnar telja þó að muni taka um 3-5 daga að fá gott yfirlit yfir skaðasvæðið. Allur hópurinn er vel á sig kominn og sefur með eyrnatappa því flugumferð er mikil. Sendum okkar fólki hlýjar hugsanir.

—————-
Höfundur: Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir