Fréttir af alþjóðasveitarhópi

Okkar fólk á Haítí hefur það gott miðað við aðstæður.

Fulltrúar stjórnar HSSR funda með baklandi Íslensku alþjóðasveitarinnar (ÍA) á hverju kvöldi í Skógarhlíðinni, til að fá fréttir af gangi mála og líðan fólks.

Nú er vatnshreinsibúnaður sveitarinnar kominn í gagnið og hreinsar neysluvatn fyrir fleiri hundruð björgunarmanna sem dvelja á búðasvæðinu á flugvellinum. Sem fyrr hafa okkar fulltrúar það hlutverk að stjórna skipulagi á búðasvæðinu – og stjórnstöð rústabjörgunarhópa staðsett í öðru tjaldinu, þaðan sem rústabjörgunarverkefnum er útdeilt.

Undirbúningur heimkomu ÍA er þegar hafinn, þó ekki sé komin endanleg dagsetning.

Sendum hlýjar hugsanir og kraft til Haítí.

—————-
Höfundur: Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir