Fréttir frá Haítí

Í gær fóru þrír úr okkar hópi þau Gunnar Kr., Svava og Ólafur Lofts á nýtt svæði nær upptökum skjálftans, til borgarinnar Léogane. Áætlað er að þar muni þau dvelja í tvo sólarhringa. Aðrir úr hópnum þau Hilmar Már, Björn, Kári og Dagbjartur eru á aðal búðasvæðinu við flugvöllinn í Port au Prince, þar sem þeir sjá um búðirnar og vatnshreinsun.

Hópurinn hefur það gott miðað við erfiðar aðstæður.

—————-
Höfundur: Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir