Svæðisstjórn hefur fengið nýjan bíl

Eftir langa bið þá hefur svæðsstjórn á svæði 1, loksins fengið í hendur öfluga bifreið til breytinga, en hún kom í hús í september 2009.
Bifreiðin er af tegundinni Scania 420, árgerð 2002, með drif á tveimur öxlum, splittað á öllum hægri og vinstri og ég veit ekki hvað og hvað. Bifreiðin er tilkeyrð (400.000 km.) og var áður í eigu mjólkurfélagsins á Búðardal. Hún var notuð til dreifingar á hefðbundnum mjólkurvörum auk þess sem í henni var tankur. Húsið er einangrað og kemur það sér því vel svo svæðisstjórn verði ekki lorpin á höndum við að spila tetris (smá spaug).
Þessi bifreið er talsvert stærri en forveri hennar og því rýmra um tæki og menn auk þess sem bifreiðin drífur meira.

Helst hafa fjórir sjálfboðaliðar unnið í breytingum sem felast í bólstrun veggja og lofts, uppsetningu innréttinga og ísetningu rafmagns og tækja. Fyrir utan þá vinnu sem unnin er á staðnum þá hafa fyrirtæki og velunnarar styrkt þetta verkefni með afsláttum, vöru og þjónustu. Með þessari velvild hefur verið hægt að halda verkefninu innan þess fjárhagsramma sem lagt var upp með í upphafi. Vonast er til þess að hægt verði að taka bílinn í notkun síðla vors 2010.

—————-
Höfundur: Stefán Páll Magnússon