Alþjóðasveitin lent og allt gengur vel

Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin er komin til Haiti. Flugvél Icelandair sem flutti sveitina lenti á flugvellinum í Port au Prince í gærkvöldi. Þegar flogið var yfir borgina mátti sjá mikla eyðileggingu og fólk sem safnaðist saman á opnum svæðum. Innlendir vallarstarfsmenn fögnuðu komu sveitarinnar og þökkuðu henni vel fyrir.

Lokið er við að afferma vélina, er það var gert handvirkt þar sem enginn búnaður er tiltækur á flugvellinum. Samkvæmt viðltali í morgunútvarpi Rásar 2 við Gísla sem stýrir sveitinni er gert ráð fyrir að þau komi sér upp búðum innan flugvallargirðingar og haldi úti starfsemi þaðan. Á upplýsingafundi hjá SL í gærkvöldi kom fram að gert væri ráð fyrir því að meginverkefni sveitarinnar í fyrstu yrði að skipuleggja innkomu annarra sveita á svæði. Einnig yrði unnið að rústabjörgunarverkefnum.

http://maps.google.com/maps?t=h&hl=en&ie=UTF8&ll=18.576382,-72.29309&spn=0.059148,0.076818&z=14

—————-
Texti m. mynd: Myndin var tekin á flugvellinum í Port au Prince s
Höfundur: Haukur Harðarson