Mikil þátttaka á keilumóti

Það voru 15 lið sem kepptu, alls 75 einstaklingar. Breiddin var gríðarleg, allt frá harðkjarna keiluspilurum til þeirra sem voru að prófa íþróttina í fyrsta sinn. Í einstöku liðum bar nokkuð á kæruleysi þegar líða fór á keppni, meðan önnur sóttu í sig veðrið. Einnig bar nokkuð á liðstjórum sem sumir virtust hafa það hlutverk að sjá til þess að slökkva þorsta sem sótti á suma í hita leiksins. Síðan voru hvetjarar þannig að heildartala sló í hundrað. Takk fyrir gott skipulag og frábæra skemmtun.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson