Hin unaðslega Árshátíð HSSR verður haldin þann 29. október næstkomandi í skíðaskála Víkings og ÍR í Bláfjöllum.
Erikurallið mun að sjálfsögðu ekki vanta, það mun fara fram frá kl 12:00 til 15:00 á höfuðborgarsvæðinu og búist er við trylltri keppni þar sem vöðvar og vit verða þanin til hins ýtrasta.
Eftir það gefst tími til að skola af sér svitann, blóðið og tárin og skottast jafnvel í eitt fyrirpartý eða svo.
Rútur munu leggja af stað frá M6 kl 18:30 og sækja fólk í teitin, ef eftir því er óskað og rúlla svo í gleðina þar sem grillmeistarar HSSR ætla að refsa kétinu.
Eftir máltíð lífsins mun dansinn heltaka kroppinn fram eftir nóttu undir rythmískum nótum tónelskra manna. Rúturnar munu svo ferja mannskapinn til baka í Rvk city um tvöleytið.
Miðaverðið er 4000kr, reikningsupplýsingar:
Nafn Hjálparsveit skáta í Reykjavík
Kennitala 521270-0209
Reikningsnúmer 0301-26-102729
Ekki gleyma að senda staðfestingu á e-mail þegar greitt er: arshatid@hssr.is !
—————-
Texti m. mynd: Gulldrengirnir á góðri stundu á árshátíð HSSR 2010
Höfundur: Íris Mýrdal Kristinsdóttir