Reitir fasteignafélag hf. styrkir HSSR

Reitir fasteignafélag veittu HSSR nýverið styrk til búnaðarkaupa. Styrkurinn var notaður til greiðslu á nýrri kerru sem borið getur fjóra vélsleða. Með þessum styrk vilja Reitir stuðla að uppbyggingu og endurnýjun tækja og búnaðar HSSR.

Ástæða styrkveitingarinnar er vaskleg framganga björgunarsveita í óveðri sem gekk yfir landið snemma á þessu ári. Björgunarsveitir afstýrðu tjóni á virðulegri og fallegri húseign Reita í miðbæ Reykjavíkur þegar stórt tré rifnaði upp með rótum.

Sú sjálfboðavinna sem björgunarsveitir landsins inna af hendi verður seint fullþökkuð. Með framlagi sínu til uppbyggingar björgunarbúnaðar hjá HSSR vilja Reitir leggja sitt af mörkum til þess að viðhalda viðbragðsgetur og viðbragðsflýti HSSR þegar mikið liggur við.

—————-
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson