Við minnum á skemmtilega sjónvarpsdagskrá sem hefst í kvöld kl. 19.40 á Rúv þar sem fjallað verður um björgunarstarf á Íslandi frá ýmsum sjónarhornum. Hverjir eru í björgunarsveitunum og hvað gerir þetta fólk? Þessum spurningum og mörgum öðrum verður svarað í kvöld í skemmtilegum fróðleiksmolum í bland við drama, grín og spennu.
Megin tilgangurinn með þessari dagskrá er þó sá að fá fólk í Bakvarðasveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem styður við starfið með reglulegum fjárframlögum. Annríki í starfi björgunarsveita hefur aukist á undanförnum árum og þess vegna er nauðsynlegt að sem flestir gangi til liðs við Bakvarðasveitina og leggi sitt lóð á vogarskálarnar.