Björninn tekin formlega í notkunn

Björgunarsveitirnar á höfuðborgarsvæðinu hafa tekið í notkun nýjan stjórnstöðvarbíl sem ber heitið Björninn.
Smíði bílsins tók tuttugu mánuði og var hún að mestu unnin í sjálfboðavinnu. Þetta er einn fullkomnasti stjórnstöðvarbíll Evrópu. Í honum er nýjasta fjarskiptatækni sem völ er á, svo og þrettán tölvuskjáir, rafstöð, símstöð og tveir kílómetrar af rafmagnsköplum. Áður en bílnum var breytt var hann í notkun hjá Mjólkursamlaginu í Búðardal.

Gengið hefur verið frá samningi milli sveita á svæði 1 um rekstur á bílnum og mun kostnaður vegna hans skiptast á milli sveita í samræmi við tekjuúthlutunarkerfi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.

—————-
Texti m. mynd: Klippt á borðann
Höfundur: Haukur Harðarson