Búnaðarbazar 25. september kl. 20.00

Íslenski alpaklúbburinn og Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík halda sameiginlegan búnaðarbazar í húsnæði Flugbjörgunarsveitarinnar við Flugvallarveg. Á þessum síðustu og verstu er ekki úr vegi að gramsa í geymslunni og draga fram allt ónotaða glingrið.
Áttu notaða eða nýja gönguskó, tjöld, dýnur, prímusa, skíði, skíðaskó, sólgleraugu, hnébuxur, goretex eða seglklæðnað, stafi, fjallhlífa, kite, svefnpoka, bakpoka, klifurdót sem ekki er komið yfir síðasta söludag, brodda, axir eða eitthvað annað í ætt við þennan lista? Hugsanlegt er að þau sem eru að leita að búnaði geti gert góð kaup því sumir í þessum bransa þurfa alltaf að eiga nýjasta dótið eru því að selja ágætis hluti.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson