Það var vaskur hópur Fjallamanna – og konu sem toppaði Miðfellstind (1430m) laugardaginn 2. júní sl.
Gangan hófst í Skaftafelli kl. 04:30 þar sem gengið var áleiðis í Kjósarbotn. Þar var tekin 2 klst. nesti – og hvíldarpása áður en lagt var á sjálfan tindinn.
Toppnum var náð kl. 17:00.
Alls tók gangan 19 klst. – gengnir voru 38 km.
—————-
Texti m. mynd: Hópurinn á Miðfellstindi
Höfundur: Melkorka Jónsdóttir