Margt björgunarsveitarfólk á minningar úr skálanum Bratta í Botnssúlum.
Bratti 2 (Bratti 1 fauk) mátti orðið muna sinn fífil fegurri og því hafa um nokkurn tíma verið uppi hugmyndir um að senda hann á "heilsuhæli" til endurbyggingar.
Síðastliðinn laugardag var svo stokkið til þar sem aðstæður til fjallaskálaflutnings voru eimitt eins og bestar verða. Allfjölmennt lið björgunarsveitamanna á fimm snjóbílum smellti sér í Botnssúlur og niðurstaðan er sú að Bratti er kominn til höfuðborgarinnar um óákveðinn tíma.
Nánar má lesa um ferðalagið á heimasíðu ÍSALP: http://www.isalp.is/forum/5-almennt/12968-bratti-er-farinn-i-fri-myndir-og-fereasaga.html#12968 og nokkrar myndir má skoða hér: www.facebook.com/media/set/?set=a.339486…e=1&l=1ce8193ada
—————-
Texti m. mynd: Bratti á heimleið, dreginn af Bola auðvitað.
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson