Flugeldasalan að hefjast

Hin árlega flugeldasala Hjálparsveitar skáta í Reykjavík hefst í dag kl 12.

Að mörgu þarf að huga, í gær unnu félagar að því að setja upp alla þá sex sölustaði sem HSSR mun hafa opna næstu daga. Setja þarf upp hillur, raða vörum, verðmerkja, huga að öryggi og fleira sem fylgir.

Í morgun mætti síðan galvaskur hópur til að smyrja samlokur ofaní alla þá fjölmörgu aðila sem vinna við flugeldasöluna í sjálfboðaliðastarfi.

Eins og alflestir vita þá er flugeldasalan gríðarlega mikilvægur þáttur fyrir rekstur Hjálparsveitarinnar og er mikilvægasta tekjulind hennar. Án hennar væri ekki hægt að halda upp jafn öflugri sveit og HSSR er.

HSSR hvetur alla til að líta við á einum af okkar sölustöðum og spjalla við björgunarsveitarfólkið okkar. Sölustaðirnir opna kl. 12 í dag.

Hér má sjá nokkrar myndir.

—————-
Texti m. mynd: Sölustaðir settir upp
Höfundur: Björk Hauksdóttir