Takk

Flugeldasölur okkar eru opnar til kl. 16.00 í dag. Í nótt var unnið við að fylla á búðir og gera allt klárt fyrir lokadaginn en venjan er að yfir 50% af okkar sölu fari fram síðasta dag ársins. Í heildina gengur salan vel og við finnum fyrir miklum stuðning frá almenningi við okkar störf. Fyrir hönd Hjálparsveitar skáta í Reykjavík vil ég þakka öllum sem hafa stutt við starf okkar, án ykkar væri þetta ekki hægt.

Takk fyrir stuðningin

Haukur Harðarson, sveitarforingi Hjálparsveitar skáta í Reykjavík

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson

Takk

Fyrir hönd lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu vil ég koma að miklum þökkum og frábæru samstarfi við Svæðisstjórn á svæði 1 og alla þá björgunarsveitarmenn sem komu að leitinni að Aldísi Westergen frá því hún hvarf að heimili sínu þann 24. febrúar sl.Einnig vil ég koma á framfæri miklum þökkum frá aðstandendum Aldísar fyrir alla þá vinnu sem björgunarsveitarfólk hefur lagt sig fagmannlega fram við leit af henni. Enn og aftur eigið þið í Landsbjörg HRÓS skilið fyrir fagmannlega vinnu og frábært samstarf !!!!!

Kveðja,Ágúst Svansson aðalvarðstjóri – Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson