Fjall kvöldsins – nýársganga 5. janúar

Miðvikudaginn 5. janúar förum við í fyrstu göngu ársins í gönguröðinni Fjall kvöldsins.
Það verður enginn annar en Hlynur Skagfjörð sem að ríður á vaðið og mun hann leiða hópinn upp á Kerhólakamb á Esjunni.
Mæting er á M6 kl. 17:45 og brottför er kl. 18.00.
Eins og áður er akstur á vegum sveitarinnar en við grípum til einkabílsins ef þörf verður á.

Esjan er snjólítil eins og er en það er frost í kortunum og því nauðsynlegt að vera vel búinn og mannbroddaður, svona til öryggis.
Höfuðljós, vatn og nesti nauðsynlegt, að sjálfsögðu.

Nánar um gönguleiðina á Kerhólakamb:
http://web.mac.com/sigurdursig/iWeb/EF30423D-5DDF-4AA9-BD8E-9B76D5AD8751/BC815DC2-C094-46DB-950D-00D1A2201438/863ABDA9-7EAD-4E7B-9E24-E6BC1FA045CC.html

Sjáumst í góðu nýársskapi.

—————-
Höfundur: Íris Lind Sæmundsdóttir