Hér eru myndskeið sem sýna hversu skilvirkt leitartæki flygildi með hitamyndavél er. Vélin getur greint manneskju í niðamyrkri í 150-200m fjarlægð í aðstæðum sem ella myndu krefjast fjölda björgunarfólks.
Hitamyndavél í útkalli á Esjunni haustið 2016
Í myndskeiðinu sést hvernig hægt var að fara upp að klettabelti Esjunnar við Þverfellshorn og útiloka með mikilli vissu að hinn týndi væri þar. Flugið tók rétt um fjórar mínútur og sparaði hópum björgunarfólks á fæti mikinn tíma. Þá er ótilgreind sú nákvæmni sem hægt er að ná með notkun hitamyndavélarinnar, en hún sýndi berlega að enginn einstaklingur var í klettabeltinu og því var hægt að beina sjónum annað.
Búnaður: DJI Insipre 1 m. Zenmuse XT hitamyndavél
Hitamyndavél í leit við Granda haustið 2016
Í þessu myndskeiði, sem tekið er upp að næturlagi, sést hve auðvelt er að skoða aðstæður í myrkri. Um var að ræða leit að einstaklingi sem talinn var hafa farið í sjóinn. Á örskotsstundu gat flygildahópur HSSR útilokað með 100% vissu að viðkomandi væri við grjóthleðsluna á þessu svæði og þannig gert stjórnendum aðgerðarinnar kleift ða senda gönguhópa annað þar sem þeir gerðu meira gagn. Afar erfitt hefði verið fyrir gönguhópa að leita þennan kafla og ávallt er hætta á falli og meiðslum þegar fólk fer um í þessum kringumstæðum.
Búnaður: DJI Insipre 1 m. Zenmuse XT hitamyndavél
Yfirlit yfir ferðir fólks eftir tónleika Justins Bieber
HSSR var fengin til að fylgjast með ferðum mannfjöldans sem streymdi út úr kórnum þegar tónleikunum lauk með það að markmiði að tryggja að enginn gestanna færi sér að voða með því að fara inn á nærliggjandi heiði við Guðmundarlund. Myndskeiðið sýnir vel hversu öflugt tæki hitamyndavélin er og myndi engu breyta þótt niðamyrkur væri.
Búnaður: DJI Insipre 1 m. Zenmuse XT hitamyndavél
Könnun á langdrægni Phantom 3 Professional
Flogið yfir fjörunni við Eiðsvík og Leiruvog til að kanna úthald flygildisins. Í ljós kom að hægt er að fara um 7,2 km. á 11:30 mínútum.
Búnaður: DJI Phantom 3 Professional
Leit við sker fyrir utan Laugarnes
Leitað var að manneskju sem talin var hafa farið í sjóinn.
Búnaður: DJI Phantom 3 Professional