Fréttir af Bárðargötuförum þeim Eftirbátum.

Úr Landnámu: Bárður son Heyjangurs-Bjarnar kom skipi sínu í Skjálfandafljótsós og nam Bárðardal allan upp frá Kálfborgará og Eyjardalsá og bjó að Lundarbrekku um hríð. Þá markaði hann að veðrum, að landviðri voru betri en hafviðri, og ætlaði af því betri lönd fyrir sunnan heiði. Hann sendi sonu sína suður um gói; þá fundu þeir góibeytla og annan gróður. En annað vor eftir þá gerði Bárður kjálka hverju kykvendi, því er gengt var, og lét hvað draga sitt fóður og fjárhlut; hann fór Vonarskarð, þar er síðan heitir Bárðargata. Hann nam síðan Fljótshverfi og bjó að Gnúpum; þá var hann kallaður Gnúpa-Bárður.

Laugardaginn 21. mars voru Eftirbátar keyrðir sem leið liggur úr Reykjavík fram i Bárðardal. Eftirbátar hafa fengu fínt veður og gott færi. Fyrsti dagurinn var snjóléttur og ferðast var með miklum þræðingum upp í Réttartorfu og þangað var komið um kl. 20:30. Þar var gist í skála. Trakkið á GPS sagði 15 km en voru trúlega nær 20 km þegar upp var staðið. Annar dagurinn var með blíðu veðri og góðu færi, gengnir ca 27 km og hluti á skinnum. Tjaldað var við opinn læk í frosti, logni og flottu veðri

Á þriðja degi var síðan gengið áfram í góðu færi og veðri h.u.b. 24 km í Gæsavötn. Miðað við ferðaáætlun sem var 2 dagleiðir í Gæsavötn, hafði unnist inn einn dagur og þarf af leiðandi tekinn einn dagur í hvíld í Gæsavatnaskála. Þar var borið á skíði, skerpt á köntum og hugað að blöðrum á fótum. Í, dag 25. mars, er fimmti dagur ferðarinn og munu þau halda áfram Bárðargötu þar til tjaldað verður í kvöld á góðum stað sennilega í Vonarskarði.
Meiri fréttir verða af Bárðargötu næstu daga. Gert er ráð fyrir að leiðangurinn endi við Vatnsfell eftir 4-5 daga, þannig að ekki er öll Bárðargata farin. En alls er reiknað með að gangan verði um 200 km.

—————-
Texti m. mynd: Tveir eftirbátar púla Bárðargötu
Höfundur: Anna María Lind Geirsdóttir