Fundur með hópstjórum og stjórn

Miðvikudaginn 1. september funduðu hópstjórar útkallshópa og stjórn HSSR. Tilgangur fundarinns var að ræða komandi starfsár og ákveða hvernig ætti að fara með uppýsingar um mætingar í útköll. Starfið virðist fara ágætlega af stað, flestir hópar búnir að funda eða búnir að skipuleggja fundi. Litlar breitingar eru fyrirsjáanlegar á hópstjórum.

Bækistöðvarhópur hefur tekið saman upplýsingar um mætingar félaga á 112 útkalli frá áramótum. Hver og einn hópstóri hefur nú fengið upplýsingar um sinn hóp og fjallað verður um þær í útkallshópunum. Einnig munu útkallshópar nú skila inn áætlun um starf komandi vetrar og þar með talið eru óskalistar um búnaðarkaup og hverjir eru starfandi í hópunum. Þeir félagar sem ekki eru starfandi í útkallshópum eru hvattir til að taka þátt í starfi þeirra. Ekki er nauðsynlegt að vera á 112 útkalli til að taka þátt í starfi hópanna.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson