Leit að stúlku í Reykjavík

Félagar HSSR ásamt öðrum björgunarsveitum af Svæði 1 voru kallaðar út um klukkan 16:30 til leitar að 17 ára stúlku sem saknað var í Grafarvogi. Stúlkan var á leið frá heimili sínu til skóla í morgun er hún týndist. Stúlkan fannst síðan heil á húfi um klukkan 18. Um 25 félagar HSSR komu að leitinni.

—————-
Höfundur: Helgi Reynisson