Boli á jökul

Undanfarnar vikur hefur verið unnið við viðhald á Bola. Meðal annars hafa legur í hjólabúnaði verið yfirfarnar og gert við aukatanka. Listinn yfir smáverkin var síðan langur.

Viðhaldinu mun ljúka núna um helgina og þá fer hann í haustmælingar á Vatnajökli. Venjulega er þessi mælingatúr ekki farinn á snjóbíl en vegna erfiðra aðstæðna var þessi leið valin nú.
Gert er ráð fyrir að ferðin taki að lágmarki sex daga en vonandi ekki meira en tíu.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson