Útkall innanbæjarleit

Útkall Gulur F2: heildarútkall. HSSR og fleiri sveitir á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út kl. 21:40 til leitar að Alzheimersjúklingi í Reykjavík. 25 manns tóku þátt í útkallinu. Maðurinn fannst heill á húfi og var leit afturkölluð kl. 22.49.

—————-
Höfundur: Gunnlaugur Briem

Útkall – Innanbæjarleit

Laugardaginn 18.september var HSSR ásamt öðrum björgunarsveitum af Svæði 1 kallaðar út um klukkan 20.42 til leitar að 4 ára stúlku sem saknað var í Hafnarfirði. Stúlkan fannst síðan heil á húfi um hálftíma eftir að útkall barst. 26 félagar HSSR voru á leið í útkall eða mættir á M6 þegar afturköllun barst.

—————-
Höfundur: Jónína Birgisdóttir