Vinnustofa og námskeið

Fagnámskeið í snjóflóðum var haldið á vegum Björgunarskólans 16.-20. febrúar síðastliðinn. Námskeiðið var haldið á Húsabakka skammt innan Dalvíkur, en þar eru aðstæður hinar prýðilegustu til námskeiðshalds. Stutt er í mikinn snjó þó svo snjólétt hafi verið á láglendi og þar af leiðandi er hægt að halda ferðatíma í lágmarki. Verklegi hluti námskeiðsins fór fram á Tröllaskagahálendinu milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Samhliða námskeiðinu var haldin vinnustofa í snjóflóðum sem hugsuð er sem vettvangur fyrir lengra komna í faginu til að hitttast og bera saman bækur sínar og uppfæra sig. Vinnustofan er hugsuð fyrir fleiri aðila en frá björgunarsveitunum, t.a.m. tóku nokkrir starfsmenn Veðurstofu Íslands þátt í vinnustofunni í ár. Einnig var haldið kennsluréttindanámskeið samhliða námskeiðinu. Það veitir réttindi til kennslu á grunnnámskeiðinu Snjóflóð 1. Fyrir HSSR voru á staðnum Hlynur Skagfjörð, Gunnar Kr, Jón Magnús og Boli.Myndina tók Ólafur Larsen. Fleiri myndir má sjá hér.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson