Ferðamennska á Jökli

Næstkomandi Laugardag eða þann 25. september verður námskeiðið Ferðamennska á jökli. Námskeiðið er fyrir Nýliða 2 en jafnframt opið öðrum fullgildum meðlimum sveitarinnar.

Mæting er kl. 7:00 á M6. Hefðbundinn útivistar- og jöklabúnað þarf að hafa með í för; þar á meðal belti, gönguöxi, hjálm, brodda, karabínur, sigtól, prússíkbönd og slinga. Gott er að hafa klifuraxir en alls ekki nauðsynlegt.
Skráning er á Korkinum.

Undanfarar HSSR

—————-
Texti m. mynd: Danni skelfingu lostinn í sprungu
Höfundur: Daníel Guðmundsson