Gæsla í Ultramaraþoni 2003

Sveitin tók að sér gæslu eins og undanfarin ár í Ultramaraþoni á milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Veðrið lék við gæslumenn, en var í það heitasta fyrir þátttakendur. Skráðir hlauparar voru í þetta skiptið rétt yfir 120 en 110 luku keppni. Charles Hubbard lauk hlaupinu fyrstur sem endranær á tímanum 4:59:21 sem er nokkuð frá hans besta tíma. Sjálfsagt hefur mikill hiti og nokkur mótvindur á síðasta leggnum hægt á honum einsog öðrum keppendum.

Ég þakka þeim félögum sem tóku þátt í gæslunni.

Nokkrar myndir úr gæslunni eru undir HSSR – Myndir

Myndin er af Guðbjörgu við drykkjarstöð í Emstrum (Botnum)

—————-
Vefslóð: hlaup.is
Höfundur: Stefán P. Magnússon