SJÓKAJAKFERÐ Á LANGASJÓ helgina 22.-24. ágúst

(mynd með þessari frétt er fengin að láni af heimasíðu Kajakklúbbsins)

-Hvenær: Föstud. 22.ágúst til sunnud. 24.ágúst
-Brottför: Kl. 19.00 frá M6
-Kostnaður: Fyrir þá sem koma með eigin báta 500 kr fyrir flutning á kajak / Fyrir þá sem leigja báta: 4.000 kr fyrir kajak hjá Ultima Thule og 500 kr fyrir flutning á kajak.
-Skráning: Á korki HSSR
-Lok skráningar: Miðvikudagur 20 ágúst

*******************************************************

Er ekki kominn tími til að skella sér í helgarferð á kajak ?? Nú er rétta tækifærið……

-Á föstudeginum ráðgerum við að aka frá Reykjavík langleiðina að Langasjó, eða uns hentugt tjaldstæði finnst.

-Á laugardeginum róum við síðan af stað og göngum jafnvel á einn tind á leiðinni. Um kvöldið sláum við upp tjöldum og höldum kvöldvöku að hætti Kajakklúbbsins þar sem hver kemur með einn arinkubb með sér í púkkið (fást á bensínstöðvunum).

-Á sunnudeginum verður róið til baka og brunað í bæinn.

Þeir sem ætla að leigja sér báta setji sig í samband við Ultima Thule, Bíldshöfða 16, sími 567-8978 og ganga frá leigunni beint við þá.
Einnig er hægt að skrá sig fyrir bát hjá Ultima Thule á www.ute.is / Einkahópar / HSSR

Þeir sem koma með eigin báta mæti með þá á M6 ekki seinna en á fimmtudagskvöldið.

Þeir sem vilja geta sameinast um tjöld og matföng (og jafnvel svefnpoka ;). Umræða um þetta sem og annað sem viðkemur ferðinni fer fram á korki HSSR.
Til að fá frekari upplýsingar er hægt að hringa í Óskar Inga (862-3669) eða Steinvöru (863-6563).

Myndir úr kajakferð Kajakkklúbbsins á Langasjó má sjá á vefslóðinni:

—————-
Vefslóð: this.is/kayak/langisjor2002/langisjor2002.htm
Höfundur: Skúli Þórarinsson