Ganga á Stóra-Kóngsfell og víðar

Nokkur vongóð úr N1 ætla að leggja land undir fót sunnudaginn 28. mars. Gengið verður á Stóra-Kóngsfell, Þríhnúka, farið um Grindaskörð og Bollana, Litla-Kóngsfell, Stórkonugjá og Drottningu á bakaleiðinni. Leiðin er um 17-20 km. löng og er því óhætt að reikna með átta tímum á göngu.

Við munum hittast stundvíslega kl. 9:00 við M6, sameinast í bíla og og stefna svo að Stóra-Kóngsfelli. Veður virðist allt ætla að verða hið besta þannig að það er tilvalið að bregða sér í góðan göngutúr. Allir eru velkomnir með 🙂

—————-
Texti m. mynd: Nýliðar 1
Höfundur: Ólafur Jón Jónsson