Klifurmót HSSR

Mánudaginn næstkomandi verður haldið stórfenglegt klifurmót í veggnum á M6. Keppt verður í liðakeppni þar sem 3 eru saman í liði, en einnig verður keppt í einstaklingskeppni. Ef einhver hefur áhuga á að keppa í liðakeppninni en vantar félaga þá endilega skráið ykkur sem staka og við reynum að raða saman í lið. Í liðakeppninni verður búningaþema og auk aðalvinninga verða vinningar fyrir bestu búningana. Keppnin er fyrir alla, konur og kalla, hvort sem klifurreynsla er mikil eða engin. Ekki þarf að keppa í báðum greinum. Mótið hefst kl. 19.30, en gott er að vera mættur örlítið fyrr til að kynna sér keppnina betur.

Skráning hefst í kvöld á korkinum. Allir að skrá sig, glæsilegir vinningar í boð!

—————-
Höfundur: Katrín Möller