Kynning á nýjum SL galla fyrir sveitarfund

Nýr björgunarsveitagalli er nú kominn í sölu og verður hann kynntur þriðjudaginn 23.mars frá kl. 19.00. Kynningin hefst sem sagt einum tíma fyrir sveitarfund. Um er að ræða jakka og buxur úr nýjasta þriggja laga Gore-tex efninu og er gallinn léttur, lipur og þægilegur í alla staði. Einnig er ný mjúkskelspeysa.Niðurgreiðslur HSSR af nýja gallanum, sem seldur er hjá SL, er 30% og á það við um jakka, peysu og buxur. Á M6 og á heimasíðu HSSR er eyðublað sem þarf að fylla út til að fá niðurgreiðslu. Kynnið ykkur reglurnar sem eru á eyðublaðinu.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson